16 Október 2015 21:47
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rannsakað bruna sem kom upp þann 4. október síðastliðinn er eldur kviknaði í húsi við Skeljatanga í Mosfellsbæ. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu en íbúar sluppu ómeiddir.
Nú liggja bráðabirgðaniðurstöður fyrir og benda þær til þess að upptök eldsins megi rekja til rafmagnsbilunar. Ekki er grunur um að um íkveikju hafi verið að ræða.