6 Október 2017 16:12

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til rannsóknar mál er varðar lát Sanitu Brauna í vestubæ Reykjavíkur hinn 21.september sl.  Karlmaður var handtekinn á vettvangi, grunaður um að hafa ráðist á Sanitu og ráðið henni bana.  Hinn grunaði var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald hinn 22 september á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síðan hinn 29.september í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.  Hinn grunaði hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að Sanitu og m.a. veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki.  Rannsókn málsins miðar vel og verður málið sent héraðssaksóknara, sem fer með ákæruvald í málinu, að rannsókn lokinni.