19 Mars 2015 15:44

Í morgun barst lögreglu tilkynning frá erlendum ferðamanni sem kvaðst hafa verið rændur, greiðslukort tekið og hann neyddur til að gefa upp pin-númer. Strax var hafist handa við rannsókn málsins enda bar tilkynningin með sér að um alvarlegt mál væri að ræða. Eftir því sem málið var rannsakað kom í ljós að tilkynningin reyndist ekki í samræmi við endanlega frásögn mannsins og málið því ekki eins alvarlegt og fyrst var talið. Málið telst upplýst og rannsókn lögreglu lokið.