21 Desember 2007 12:00

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Fáskrúðsfjarðarmálinu er lokið og málið var sent ríkissaksóknara í dag. Sex sakborningar eru í málinu. Niðurstaða embættisins er rökstuddur grunur um stórfelld brot á lögum um ávana- og fíkniefni og almennum hegningarlögum.

Rannsókn fíkniefnadeildar LRH var umfangsmikil og teygði anga sína víða. Mánuðum saman stóð yfir rannsókn á hugsanlegum innflutningi á miklu magni af fíkniefnum hingað til lands sem síðar leiddi til handtöku þriggja manna í og við skútu á Fáskrúðsfirði að morgni 20. september sl. Í framhaldinu voru fleiri aðilir handteknir og yfirheyrðir og nú liggur fyrir sú niðurstaða sem áður var nefnd.

Töluvert hefur verið fjallað um málið á lögregluvefnum en hér að neðan má nálgast nokkrar fréttir og fréttatilkynningar sem þar hafa birst og sýna umfang þess.

Umfangsmikil fíkniefnarannsókn

Fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði – rannsókn miðar vel