15 Janúar 2013 12:00

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kynferðisbrotum karls á sjötugsaldri miðar ágætlega. Maðurinn var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, en þá höfðu borist kærur vegna brota mannsins sem hugsanlega eru ófyrnd. Í kjölfarið hafa fleiri kærur verið lagðar fram á hendur manninum, en alls er um fimm mál að ræða. Fjórir karlar og ein kona eru þolendur í áðurnefndum málum.