3 Júlí 2011 12:00

Lögreglustjórinn á höfðuðborgarsvæðinu lagði nú í dag fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um gæsluvarðhald og rannsókn á geðheilbrigði 21 árs gamallar konu. Konan er talin hafa fætt barn í gær sem fannst látið í ruslagámi við vinnustað hennar eftir miðjan dag í gær.  Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfuna um gæsluvarðhald til tveggja vikna og jafnframt var konunni gert að gangast undir rannsókn á geðheilbrigði.

Rannsókn málsins bendir m.a. til þess að konan hafi leynt þungun sinni  fyrir umhverfi sínu og öllum þeim sem umgengust hana.  Aðrir eru ekki í haldi lögreglu í þágu rannsóknar málsins.