10 Maí 2019 16:36

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á meintri árás hóps ungmenna á ungling í Langarima í Grafarvogi þann 21. apríl síðastliðinn. Ungmennin eru á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Rætt var við fimm ungmenni að foreldrum viðstöddum, sem veittu alla þá aðstoð sem hægt var til að upplýsa um málsatvik. Gerandi og þolandi eru báðir undir sakhæfisaldri. Virðist sem um pústra hafi verið að ræða þar sem gerandi taldi sig eiga óuppgerðar sakir. Brotaþoli varð ekki fyrir áverkum. Engar kröfur eru uppi í málinu.

Barnaverndaryfirvöld voru upplýst um allar rannsóknaraðgerðir lögreglu og nú niðurstöðu.