5 Janúar 2011 12:00

Maðurinn sem krafðist peninga í bankaútibúi í Árbæ í morgun og viðhafði ógnandi tilburði við starfsmenn hefur gefið sig fram við lögreglu. Hann játaði verknaðinn og dvelur nú í fangageymslu en maðurinn verður yfirheyrður í fyrramálið. Fjölmargar ábendingar bárust um manninn eftir að myndir frá vettvangi voru birtar á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem og í fjölmiðlum.