11 Janúar 2006 12:00
Af marggefnu tilefni vill lögreglan í Reykjavík í minna á eftirfarandi reglu um meðferð skotelda.
Reglurum notkun skotelda og skoteldasýningar á tímabilinu
frá 28. desember til 6. janúar.
Samkvæmt reglugerð um skotelda, nr. 952/2003, er almenn notkun og sala skotelda óheimil nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar, að báðum dögum meðtöldum. Utan þessara tímamarka er lögreglustjóra heimilt að veita sérstök leyfi til skoteldasýninga í eftirgreindum tilvikum:
1. Við almenn hátíðahöld, opinberar sýningar eða aðra skemmtistarfsemi sem almenningur hefur aðgang að.
2. Við leiksýningar, kvikmyndagerð og þess háttar viðburði.
Útgáfa leyfis til skoteldasýninga skv. ofanrituðu er bundin því skilyrði að ákveðinn aðili hafi umsjón með sýningunni og að sérstakur skotstjóri annist framkvæmd hennar. Umsjónaraðili skal hafa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingafélagi vegna mögulegra slysa á fólki og tjóns af völdum skoteldanna. Skotstjóri skal vera fullra 18 ára og hafa víðtæka þekkingu á skoteldum og reynslu til að annast skoteldasýningar. Lögreglustjóri getur takmarkað leyfi til sýninga við ákveðið magn og gerðir skotelda, afturkallað leyfi hvenær sem er eða gefið fyrirmæli um að sýningu skuli frestað. Um frekari skilyrði fyrir útgáfu leyfis og öryggisreglur vísast til 11. og 12. gr. reglugerðar nr. 952/2003.
Umsókn um leyfi til skoteldasýninga skal skila til lögreglustjóra með a.m.k. viku fyrirvara. Leyfi er ekki veitt einstaklingum. Ætíð skal þess gætt að skoteldasýning valdi sem minnstu ónæði og raski ekki næturró manna. Þá ber að takmarka notkun skotelda að vori til, á meðan sina þekur jörð.
Að öðru leyti gilda ákvæði reglugerðar um skotelda nr. 952/2003.