29 Apríl 2020 10:36

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta reiðhjólauppboði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um óákveðinn tíma vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu. Uppboðið er jafnan haldið á vorin og þegar eru farnar að berast fyrirspurnir um hvaða dag það verður haldið. Því miður getur ekki orðið af því að þessu sinni, en næst þegar reiðhjólauppboðið er fyrirhugað verður það auglýst sérstaklega.