2 Júlí 2009 12:00

Talsvert ber á því að reiðhjólum sé stolið á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Þrjár slíkar tilkynningar bárust lögreglunni í gær og fimm í fyrradag. Ekki er að sjá að eitt hverfi verði meira fyrir barðinu á reiðhjólaþjófum en önnur því hinir óprúttnu aðilar eru jafnt á ferðinni í miðborginni sem úthverfunum. Reiðhjólum er sömuleiðis stolið í nágrannasveitarfélögunum. Vegna þessa beinir lögreglan því til fólks að það gangi eins tryggilega frá reiðhjólum sínum og kostur er.