6 Janúar 2017 15:48
Peningar, sem fundust í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld, eru í óskilum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigandinn getur vitjað þeirra í afgreiðslu lögreglunnar á Hverfisgötu 113-115, Reykjavík, sem er opin virka daga frá kl. 8-16. Afhending fer fram gegn staðfestingu á eignarhaldi.