12 Febrúar 2008 12:00

Sjö réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimm þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og tveir höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru allt karlar en þeir voru teknir víðsvegar í umdæminu. Ökumennirnir eru á ýmsum aldri en sá elsti í hópnum er á níræðisaldri en viðkomandi hefur áður gerst sekur um umferðarlagabrot.