27 Október 2009 12:00
Tólf réttindalausir ökumenn, tíu karlar og tvær konur, voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu þeirra reyndust þegar hafa verið sviptir ökuleyfi og þrír höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Fjórir þessara ökumanna voru ölvaðir og tveir voru undir áhrifum fíkniefna.
Þess má geta einn réttindalaus ökumaður var stöðvaður í umferðinni í gær en sá ók um miðbæinn með ljóslausan eftirvagn í eftirdragi. Við athugun reyndist tengibúnaðurinn einnig í ólagi og þá var bíll viðkomandi sömuleiðis ótryggður. Ökumaðurinn, karl á þrítugsaldri, reyndist ennfremur þegar hafa verið sviptur ökuleyfi, eins og áður sagði.