26 September 2011 12:00

Um helgina stöðvaði lögreglan för sex ökumanna sem höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 19-34 ára og ein kona, 20 ára. Til viðbótar var 16 ára piltur staðinn að akstri fólksbíl en sá hefur aldrei öðlast ökuréttindi, eðli málsins samkvæmt.