1 Ágúst 2007 12:00

Tvítugur piltur var handtekinn á Seltjarnarnesi í nótt en sá lenti í umferðaróhappi. Pilturinn gat ekki framvísað ökuskírteini en við athugun kom í ljós að hann hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Hann reyndist líka vera ölvaður.

Nánast daglega koma réttindalausir ökumenn við sögu hjá lögreglu en í fyrradag voru tveir slíkir stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu. Þeir höfðu báðir verið sviptir ökuleyfi en annar þeirra hefur ítrekað verið tekinn fyrir þetta sama brot. Um síðustu helgi voru tíu ökumenn stöðvaðir í umdæminu en þeir höfðu ýmist þegar verið sviptir ökuleyfi eða höfðu aldrei öðlast ökuréttindi.