29 Febrúar 2020 11:39

Í gærkvöld var hafist handa við að flytja göngubýr í heilu lagi frá Straumsvík og að Áslandi og Þorlákstúni. Vegna þessa urðu einhverjar umferðartafir á Reykjanesbraut í gærkvöld og voru aftur fyrirhugaðar í kvöld, en nú liggur fyrir að seinni brúin verður flutt eftir hádegi í dag en ekki í kvöld. Því verður umferðin stöðvuð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði kl. 13 í dag í u.þ.b. 15-20 mínútur og þá verður engin hjáleið í boði. Að þeim tíma liðnum verður hjáleið um Ásbraut, en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.