28 Febrúar 2020 18:31

Í kvöld og annað kvöld verður truflun á umferð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, en þá verða göngubrýr fluttar í heilu lagi frá Straumsvík og að Áslandi og Þorlákstúni. Umferðin verður stöðvuð bæði kvöldin kl. 21 og í u.þ.b. 15-20 mínútur verður engin hjáleið í boði. Að þeim tíma liðnum verður hjáleið um Ásbraut, en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Heimasíða Vegagerðarinnar