18 Janúar 2015 19:00

Um hálffimmleytið í dag barst lögreglu tilkynning um að bifreið hefði hafnað í Reykjavíkurhöfn, en óljóst var í upphafi hversu margir voru í bílnum. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarfólks, þar á meðal kafarar, fór strax á staðinn og hófu leit. Kona fannst í sjónum og var hún flutt á sjúkrahús. Ekki er talið að fleiri hafi verið í bílnum og er aðgerðum á vettvangi að ljúka.