24 Ágúst 2019 10:44

Menningarnótt hófst formlega með Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þúsundir tóku þátt í tíu kílómetra skemmtiskokkinu, sem hófst upp úr kl. hálftíu í morgun í blíðskaparveðri. Við tekur fjölbreytt dagskrá í miðbænum, sem stendur í allan dag og fram á kvöld og líkur með glæsilegri flugeldasýningu við Hörpu kl. 23. Tökum góða skapið með okkur á hátíðina, virðum lokanir, leggjum löglega og notum almenningssamgöngur því þær eru auðveldasti ferðamátinn til að komast í miðbæinn.