26 Október 2004 12:00

Bifhjóladeild Lögreglunnar í Reykjavík tók á vordögum í notkun nýjan bifhjólafatnað úr leðri. Gíslína Hákonardóttir fatahönnuður aðstoðaði við hönnun á útliti fatnaðarins og var áhersla lögð á sýnileika búningsins. Tókst samstarfið mjög vel og er almennt talið að vel hafi til tekist. Fatnaðurinn er framleiddur hjá breskri fataverksmiðju sem sérhæfir sig í bifhjólafatnaði, en Leðurvöruverslunin Kós sá um milligöngu við fataframleiðandann. Fatnaðurinn er framleiddur með ítrustu kröfur um öryggi í huga og er með EU öryggisviðurkenningu.