18 September 2019 08:30

Nú er úti veður vott verður allt að klessu segir í einhverju kvæðinu, en þessi texti kemur upp í hugann nú þegar rignir hressilega á höfuðborgarsvæðinu. Spáð er áfram talsverðri rigningu í dag og vonandi muna allir gangandi og hjólandi vegfarendur eftir því að taka fram regnfatnaðinn. Þetta er jafnframt vondur dagur fyrir ökumenn til að uppgötva að rúðuþurrkurnar séu í ólagi og vonandi lendir enginn í því. Að síðustu verðum við að minna á mikilvægi ljósanna, en í svona veðri er auðvitað betra að vera vel sýnilegur í umferðinni ólíkt þessum ökutækjum sem við rákumst á í umdæminu. Þessi sjón er því miður alltof algeng og því eru ökumenn beðnir um að hafa kveikt á ökuljósunum.