19 Mars 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 621 kannabisplöntu í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi í gærkvöld. Á sama stað var einnig lagt hald á tæplega 5 kg af marijúana og svipað magn af kannabislaufum. Eins og fram hefur komið voru tveir karlar handteknir í þágu rannsóknarinnar. Mennirnir, sem eru á þrítugsaldri og hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, eru enn í haldi en yfirheyrslum er ekki lokið.

Frá vettvangi í iðnaðarhúsnæðinu á Kjalarnesi.