25 Október 2016 13:01

Fjörutíu og tveir voru um borð í rútunni sem hafnaði utan vegar við Þingvallaveg á ellefta tímanum í morgun, en tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 10.18. Fimmtán þeirra voru fluttir á Landspítalann, en hinir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Mosfellsbæ. Lögreglan ítrekar að aðgerðir á vettvangi standa enn yfir og Þingvallavegur er áfram lokaður.

Eins og fram hefur komið eru leiðsögumaður og ökumaður rútunnar íslenskir, og flestir farþeganna kínverskir. Viðkomandi sendiráð hafa verið upplýst um slysið.