19 Nóvember 2012 12:00

Þriðjudaginn 20. nóvember (frá kl. 9) og miðvikudaginn 21. nóvember (til kl. 15) verður unnið að breytingum á göngu- og hjólaleið yfir Sæbraut við Súðarvog. Umferðarljósin við gatnamótin Sæbraut/Súðarvogur verða óvirk á meðan framkvæmdum stendur og lokað verður fyrir akstur frá Súðarvogi inn á Sæbraut. Akstur norður Sæbraut og inn á afrein á Súðarvog verður hins vegar heimilaður.

Lokað verður fyrir umferð hjólandi og gangandi yfir Sæbraut við Súðarvog meðan umferðarljósin verða óvirk, en bent er á hjáleið um gatnamótin á Sæbraut við Kleppsmýrarveg.