Mynd: Reykjavíkurborg
7 Febrúar 2020 15:53

Við vekjum athygli á Safnanæturstrætó, sem mun ganga á milli safnanna á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, en á Safnanótt er í boði að heimsækja 50 söfn í umdæminu frá kl. 18-23. Þá verður vitinn við Sæbraut formlega vígður kl. 19 í kvöld og eru ökumenn, sem eiga leið um Sæbraut í nágrenni Höfða, beðnir um að aka varlega, en búast má við nokkrum fjölda gangandi vegfarenda á þeim slóðum í tengslum við vígsluna. Að síðustu minnum við gesti á Safnanótt á að klæða sig vel, en í kvöld gæti regnfatnaður komið að góðum notum!

Tímatöflur fyrir Safnanæturstrætó er m.a. að finna á heimasíðu Vetrarhátíðar, en það er frítt í Safnanæturstrætó.

Leiðarkerfi Safnanæturstrætó

Mynd: Reykjavíkurborg