6 Febrúar 2009 12:00

Vettvangsrannsókn á máli konu á fertugsaldri, sem fannst látin í Kapelluhrauni í Hafnarfirði í gær, er ekki lokið. Hin látna var klæðalítil er að var komið. Sambýlismaður hennar, sem var handtekinn í nótt, er grunaður um aðild að andláti hennar. Hann hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Konan var íslensk og það er áðurnefndur sambýlismaður hennar sömuleiðis. Dánarorsök er óljós, líkt og greint var frá í fyrri tilkynningu lögreglu í morgun, en minniháttar áverkar voru á líkinu. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar mun liggja fyrir eftir helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun leggja fram kröfu í dag um gæsluvarðhald yfir sambýlismanninum. Niðurstaðan verður kynnt á lögregluvefnum um leið og hún liggur fyrir.