18 Mars 2019 14:10
Nýtt samstarfs- og þróunarverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar er farið af stað, en því er ætlað að efla samvinnu þeirra í málefnum barna og unglinga. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs, en það tekur m.a. til barnaverndarmála, heimilsofbeldis og forvarnarstarfs. Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður sinnir verkefninu af hálfu lögreglunnar og mun hann hafa nána samvinnu við bæjaryfirvöld í þessum málaflokki.