12 Október 2009 12:00

Hann var óvenju samvinnuþýður ökumaðurinn sem lögreglan stöðvaði í austurborginni í hádeginu í gær. Hann viðurkenndi strax að vera bæði undir áhrifum fíkniefna og hafa verið sviptur ökuleyfi. Sömuleiðis játaði ökumaðurinn greiðlega á sig innbrot og þjófnað. Um var að ræða karl á þrítugsaldri en hann var á stolnum bíl og hafði líka stolið eldsneyti til að geta komist leiðar sinnar. Mikið væri nú lífið léttara ef allir væru svona samvinnuþýðir!