21 Janúar 2008 12:00

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudag, ellefu á laugardag og fimm á sunnudag. Þrettán voru teknir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði. Þetta voru fimmtán karlar á aldrinum 17-53 ára og tvær konur, 18 og 36 ára. Á sama tímabili tók lögreglan fjóra ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna. Þrír þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi en um var að ræða þrjá karla á aldrinum 23-32 ára og eina konu, 20 ára.