5 Nóvember 2008 12:00

Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun uppruna 10.000 kr. seðilsins vera að leita til útskriftarsýningar Listaháskóla Íslands á Kjarvalsstöðum sl. vor. Þar var eitt verkanna seðlabúnt með 20 þúsund 10.000 króna seðlum. Um var að ræða prentsmiðjuprentaða seðla. Einhverjir þeirra munu hafa horfið af sýningunni þegar gestir tóku þá með sér sem minjagripi. Einum var framvísað í matvöruverslun í byrjun vikunnar, eins og áður hefur komið fram.