22 September 2006 12:00
Manni á fimmtugsaldri var brugðið þegar hann kom að bíl sínum við eina af verslunarmiðstöðvum borgarinnar um hádegisbilið í gær. Búið var að brjóta eina rúðu í bílnum og stela síma mannsins. Að auki var búið að keyra á bílinn svo að á honum sá. Ljóst er að tjón eigandans er nokkuð en ekki er vitað hvort sami aðilinn stal bæði símanum og keyrði á bíl mannsins.
En það urðu fleiri fyrir tjóni í gær. Þá varð m.a. sá fáheyrði atburður að valtari keyrði á bíl. Atvikið átti sér stað þar sem gatnaframkvæmdir stóðu yfir. Við óhappið sprakk dekk á bílnum og bretti brotnaði. Við eftirgrennslan lögreglunnar í Reykjavík kom jafnframt í ljós aö ökumaður valtarans hafði ekki tilskilin ökuréttindi til að stjórna slíkri vinnuvél.