6 September 2006 12:00

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af sjö aðilum í sex óskyldum fíkniefnamálum í gær. Í öllum málunum sex fundust ætluð fíkniefni. Þrjú málanna komu upp á tónleikum í Laugardalshöll en þar voru einnig höfð afskipti af örfáum tónleikagestum vegna ölvunar. Almennt séð fóru tónleikarnir vel fram.

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar í gær. Í annarri var ráðist á starfsmann veitinga- og skemmtistaðar en í hinni var veist að gæslumanni á dansleik.