18 Mars 2021 12:34

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess í morgun, en aðgerðirnar tengjast rannsókn hennar á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði.

Búast má við annarri tilkynningu frá lögreglu vegna fyrrnefndra aðgerða þegar frekari upplýsingar liggja fyrir, hugsanlega síðar í dag.