13 Október 2009 12:00

Sex líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina en fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Allar voru þær minniháttar og ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Reyndar nefbrotnaði maður eftir átök á skemmtistað en það eru engin stórtíðindi. Skemmtanhald helgarinnar fór almennt vel fram og flestir fóru ánægðir til síns heima. Meira að segja  slagsmálahundarnir tveir sem voru skildir að í miðborginni fóru saman af vettvangi og var engu líkara en þar væru bestu vinir á ferð.