8 Febrúar 2010 12:00

Um helgina voru sex ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Fimm voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 18-31 árs og ein kona, 19 ára. Sá yngsti í hópnum reyndist þegar hafa verið sviptur ökuleyfi og var auk þess eftirlýstur fyrir aðrar sakir. Farþegi í bíl hans, karl á þrítugsaldri, var sömuleiðis handtekinn en sá var með fíkniefni í fórum sínum.