21 Júlí 2011 12:00

Karl á fertugsaldri var stöðvaður við akstur á Bústaðavegi í fyrrakvöld. Maðurinn, sem var bæði próflaus og í annarlegu ástandi, var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var jafnframt grunaður um nokkur innbrot og reyndist sá grunur á rökum reistur. Eftir yfirheyrslu í gær var maðurinn færður í héraðsdóm og síðan í fangelsi. Hann hefur hafið afplánun vegna annarra mála en um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar.