25 Júlí 2019 08:38

Að venju var í ýmiss horn að líta á næturvakt Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þrír voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í austurborginni. Tilkynnt var um innbrot í tvær bifreiðar í miðborginni, en úr annarri var stolið myndavélum og talsvert af fatnaði. Einhverjir voru komnir í snemmbúið helgarstuð, en lögreglan sinnti nokkrum útköllum þar sem kvartað var undan partýhávaða. Þá var lögreglan kölluð að hóteli í miðborginni, en þar hafði gestur pissað á farangur hjá öðrum hótelgesti. Ekki er vitað hvort atvikið megi rekja til kvikindisskaps gerandans eða óheppilegs slyss. Loks má nefna að lögreglan aðstoðaði ungan mann við komast aftur á gististað sinn í umdæminu í nótt. Sá hafðist  við í tjaldi og virðist hafa tapað áttum á kvöldgöngunni því hann rataði ekki til baka. Úr málum hans tókst að leysa og vonandi fékk maðurinn góðan nætursvefn í tjaldinu.