19 September 2022 10:55

Nítján þúsund hraðakstursbrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu með sjálfvirku hraðeftirliti á síðasta ári. Þetta má lesa í ársskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar, en þar segir m.a.: „Myndavélar á höfuðborgarsvæðinu mældu flest hraðakstursbrot á svæðum þar sem hámarkshraði var 60 km/klst, eða 10.694 brot. Þar af voru flest brot á Sæbraut og næstflest á Hringbraut og Breiðholtsbraut. Brot þar sem hámarkshraði er 80 km/klst voru alls 3.981. Þau áttu sér flest stað á Vesturlandsvegi í póstnúmeri 110. Þar sem hámarkshraði er 30 km/klst áttu flest brot sér stað í Skeiðarvogi.“

Framkvæmd umferðaröryggisáætlunar – ársskýrsla 2021