7 Nóvember 2019 17:12

Jæja gott fólk, hvernig er ástandið hjá ykkur varðandi endurskinsmerki? Nú þegar skammdegið er skollið á er nauðsynlegt að vera vel sjáanlegur í myrkrinu. Hvernig væri nú að nota kvöldið í að fara yfir þetta einfalda öryggisatriði? Við hvetjum alla til þess og foreldrar eru sérstaklega hvattir til þess að setja endurskinsmerki á fatnað barna sinna sem oftar en ekki eru dökkklædd á ferð. Þá er ekki síður mikilvægt að við fullorðna fólkið notum einnig þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað. Sjáumst í umferðinni.