16 Febrúar 2010 12:00

Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina. Fjórar þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags en þær voru allar minniháttar. Tvítugur piltur kom við sögu í tveimur þeirra en sá var mjög ósáttur þegar honum var meinaður aðgangur á skemmtistað og lét þá kauði hendur skipta. Á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu handtók lögreglan karl um fimmtugt en sá var vopnaður hnífi og lét dólgslega. Maðurinn var ölvaður og mundi lítt eða ekkert eftir atburðum þegar af honum var runnið.