22 Júlí 2008 12:00

Sjö líkamsárásir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en flestar voru þær minniháttar. Nokkrir þurftu samt að leita sér aðhlynningar á slysadeild en í þeim hópi var kona sem handarbrotnaði aðfaranótt sunnudags. Í hana var hent farsíma með fyrrgreindum afleiðingum en þó mun um óviljaverk að ræða að sögn gerandans. Sá sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að síminn hefði verið ætlaður öðrum!

Í öðru sérkennilegu líkamsárásarmáli um helgina var skófla notuð sem barefli. Málsatvik voru þau að tveir vinnufélagar voru að störfum við framkvæmdir utandyra. Fyrir slysni varð öðrum þeirra á að sletta ótilgreindu efni á hinn sem brást ókvæða við. Sá síðarnefndi greip til skóflu og sló henni í andlit þess fyrrnefnda sem við það féll í götuna. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.