7 September 2010 12:00

Um helgina voru sjö ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sex voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Þetta voru allt karlar en hinir sömu eru allir á þrítugsaldri. Tveir þessara ökumanna voru próflausir, annar hafði þegar verið sviptur ökuleyfi en hinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi.