24 Nóvember 2009 12:00

Um helgina voru sjö ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 17-22 ára og tvær konur, 19 og 22 ára. Fjórir þessara ökumanna voru stöðvaðir í Hafnarfirði, tveir í Reykjavík og einn í Kópavogi. Einn þeirra var nýlega sviptur ökuréttindum með dómi, annar hefur aldrei öðlast ökuréttindi og sá þriðji, sem jafnframt er sá yngsti í þessum vafasama hópi, fékk ökuskírteinið í hendur fyrir fáeinum vikum.