16 Október 2007 12:00
Enn einn aðili var handtekinn í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á stórfelldum innflutningi fíkniefna, en efnin fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn 20. september sl. Að loknum yfirheyrslum í dag var hann færður í héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann var, að kröfu lögreglu, úrskurðaður vegna tengsla sinna við málið í gæsluvarðhald til 23. október. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri og búsettur á höfuðborgarsvæðinu, hefur komið við sögu lögreglu áður vegna minniháttar fíkniefnamála.
Fimm aðrir aðilar sæta gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknar málsins. Rannsókn málsins miðar vel en óvíst er hvenær henni lýkur.