20 Ágúst 2008 12:00

Nokkuð var um skemmdarverk á höfuðborgarsvæðinu í gær. Tilkynnt var um brotnar rúður í þremur hverfum borgarinnar en þar urðu bæði fyrirtæki og leikskólar fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þá voru rúður brotnar í tveimur bílum, öðrum í Hlíðunum en hinum í Grafarvogi, en engu virðist samt hafa verið stolið. Veggjakrotarar voru á ferðinni í Garðabæ og Háaleitishverfi en veggjakrot er hvimleitt vandamál víða í umdæminu.