21 September 2009 12:00

Allmargar tilkynningar um skemmdarverk bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. T.d. voru rúður brotnar á nokkrum stöðum í umdæminu. M.a. í Breiðholti en lögreglan hafði hendur í hári þriggja 15 ára unglingspilta sem grunur leikur á að hafi fleira en eitt rúðubrot á samviskunni. Veggjakrotarar voru líka á ferðinni en tveir 12 ára strákar voru gripnir glóðvolgir við þá iðju í miðborginni. Póstkassar fengu heldur ekki að vera í friði en nokkrir slíkir voru skemmdir í Hafnarfirði. Þá handtók lögreglan karl á þrítugsaldri í miðborginni en sá skeytti skapi sínu á kyrrstæðum bíl.