23 September 2009 12:00

Skemmdir voru unnar á þremur bifreiðum á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Tveir bílanna urðu fyrir barðinu á skemmdarvörgum í austurborginni. Annar var rispaður en á hinn var notaður spreybrúsi en veggjakrot var á öllum hliðum bílsins. Þriðji bíllinn var svo rispaður í Mosfellsbæ.

Að venju komu líka nokkur hnuplmál á borð lögreglunnar í gær en þjófar voru staðnir að verki í verslunum í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Hinir óprúttnu aðilir eru á ýmsum aldri, jafnt börn sem fullorðnir.