15 Mars 2012 12:00

Tveir karlar til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Annar þeirra er um tvítugt en hinn á þrítugsaldri. Fyrr í dag voru fjórir aðrir karlar úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. mars vegna sama máls. Sexmenningarnir hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu, mismikið þó. Rannsókn málsins snýr að líkamsmeiðingum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum.