25 Júní 2020 11:27

Það var sannkallaður gleðidagur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar lögreglumönnum hjá embættinu voru afhent skipunarbréf. Það er ávallt gert við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík, en þeim góða sið var að sjálfsögðu framhaldið. Hópurinn er hinn glæsilegasti, en hann stillti sér upp til myndatöku eins og vera ber. Til hamingju öllsömul!